English

InnleiðingarstefnaTilgangur
Tilgangur þessarar innleiðingarstefnu er að vera öryggisstefnu Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf.  til stuðnings. Með innleiðingu nýrra kerfa er átt við það ferli að ákvarða nýtt kerfi, prófun, uppsetningu og þjálfun starfsmanna í notkun þess. Innleiðing og framkvæmd þessarar stefnu er mikilvæg til að fullvissa starfsmenn verðbréfamiðstöðvarinnar og viðskiptavini um heilindi, rétt og markviss vinnubrögð í rekstri fyrirtækisins.

Umfang
Innleiðingarstefnan tekur til ákvarðana, prófana og uppsetningar nýrra kerfa hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð hf.

Markmið
Það er stefna Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf.að við innleiðingu nýrra kerfa séu notaðar staðlaðar aðferðir og ferli, til að minnka hættu á óhöppum og til að auka gæði daglegrar starfsemi.

Leiðir að markmiði
Starfsmenn Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf. munu ávallt reyna að velja ný kerfi af kostgæfni. Prófanir skulu vera eins ítarlegar og hægt er. Ávalt skal setja upp ný kerfi í prófunarumhverfi áður en það er sett upp í raunumhverfi. Starfsmenn skulu fá þá þjálfun sem nauðsynleg er til að reka hið nýja kerfi.

Ábyrgð
Framkvæmdastjóri Nasdaq verðbréfamiðstöðvar ber ábyrgð á innleiðingarstefnu þessari og endurskoðar hana reglulega.

Endurskoðun
Þessi stefna er endurskoðuð árlega og oftar ef þörf krefur til þess að tryggja að hún samrýmist markmiðum með rekstri Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf.

Samþykki
Innleiðingarstefna þessi er samþykkt af framkvæmdastjóra Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf.

Viðaukar

Aðrar stefnur sem styðja innleiðingarstefnuna

a.    Öryggisstefna, varðandi fylgni við ISO 27002:2013.
b.    Aðgangsstefna, varðandi aðgang að gögnum og kerfum.
c.    Gæðastefna, varðandi fylgni við ÍST EN ISO 9001:2000

 Yfirlit yfir lög og reglur.
Yfirlit yfir lög, reglur og reglugerðir sem gilda um starfsemi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf. er birt í skjölum hér.