English

Almennt um kerfi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf.

 

Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. rekur eigin upplýsingadeild sem heldur utan um tæknimál fyrirtækisins.
Aðalkerfi verðbréfamiðstöðvarinnar keyrir á IBM i5 netþjóni og heitir Equator.

Equator heldur miðlægt utan um rafræna útgáfu verðbréfa og allar eigendabreytingar sem verða á rafrænum verðbréfum útgefnum í verðbréfamiðstöðinni.  Auk þess sér kerfið um uppgjör og fyrirtækjaaðgerðir rafrænna verðbréfa.  Þær reikningsstofnanir sem eru með aðild að Nasdaq verðbréfamiðstöð fá aðgang að kerfum fyrirtækisins gegn gjaldi.  

Trade Reporting system (TRS) er pörunarkerfi tengt Equator.  TRS sér um að para saman viðskipti sem reikningsstofnanir senda inn til verðbréfamiðstöðvarinnar. Þegar viðskipti parast í kerfinu sendir TRS viðskiptin áfram til Equator sem gerir viðskiptin upp.

Back Office Connector (BOC) er kerfi tengt Equator. BOC sér um tengingar við bakvinnslukerfi reikningsstofnanna og er einkonar brú á  milli kerfa.

Hlutafélagakerfi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf., Stokkur, geymir upplýsingar um skráð hlutafélög hjá verðbréfamiðstöðinni og eigendur þeirra. Hlutafélög geta fengið aðgang að upplýsingum um eigin bréf gegn gjaldi.