English
<<<október 2019>>>
30123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031123
45678910

miðvikudagur 16 okt. 2019

Tilkynningar

30.9.2019

Breytingar á gjaldskrá Nasdaq verðbréfamiðstöðvar

Þann 1. janúar nk. mun taka gildi breyting á gjöldum vegna útgáfu hlutabréfa og hlutdeildarskírteina í gjaldskrá Nasdaq verðbréfamiðstöðvar, en gjaldið hefur verið óbreytt frá árinu 2002. Gjald vegna útgáfu hlutabréfa og hlutdeildarskírteina verður frá þeim tíma innheimt ársfjórðungslega og mun nema 75.000 kr. að viðbættum 0,0625 bp af markaðsvirði fyrir hvern ársfjórðung, en þó að hámarki 225.000 kr. Gjaldið verður innheimt að lok hvers ársfjórðungs.

 

Markmið og ætlun Nasdaq verðbréfamiðstöðvar er að bjóða viðskiptavinum ávallt upp á gæðaþjónustu og vörur, en framundan eru spennandi tímar í starfsemi okkar sem munu hafa víðtæk áhrif til hins betra fyrir alla viðskiptavini okkar.

 

Við þökkum kærlega fyrir viðskiptin og hlökkum til áframhaldandi samstarfs. Hafirðu spurningar um þjónustu okkar eða gjaldskrá, þá vinsamlegast hafðu samband við okkur á netfangið NCSDI_help@nasdaq.com

 

Breytingarnar eru merktar í gjaldskrárskjalinu sem er aðgengilegt hér.

9.9.2019

Áður óþekkt tækifæri á íslenskum verðbréfamarkaði

Í góðri samvinnu við viðskiptavini okkar höfum við undanfarið unnið að því að setja upp nýtt og fyrsta flokks uppgjörsumhverfi sem verður starfrækt með sama hætti og samkvæmt þeim stöðlum sem þekkjast í Evrópu. Þessum breytingum mun meðal annars fylgja ný og bætt þjónusta, svo sem:

  • Breytt og bætt uppgjör í íslenskum krónum á reikningum í nýju stórgreiðslukerfi Seðlabanka Íslands
  • Auðveldara verður fyrir erlenda fjárfesta að koma inn á íslenska markaðinn
  • Skráð fyrirtæki geta gefið út verðbréf í evrum
  • Fjárfestar geta gert upp íslensk verðbréf í evrum
  • Aukin þjónusta við útgefendur í tengslum við fyrirtækjaaðgeðir
  • Nýtt hluthafaupplýsingakerfi
  • Aukin þjónusta við verðbréfasjóði
  • Tengingar við erlendar verðbréfamiðstöðvar

 

Árið 2017 sameinaði Nasdaq starfsemi þriggja verðbréfamiðstöðva innan samstæðunnar. Tilgangur sameiningarinnar var meðal annars að mæta auknum kröfum í Evrópuregluverki varðandi rekstrarumgjörð verðbréfamiðstöðva, tenging við uppgjörskerfi Evrópska seðlabankans T2S og að auka þjónustu við viðskiptavini.

 

Á næsta ári er áætlað að Nasdaq verðbréfamiðstöð á Íslandi bætist í hópinn og sú reynsla og þekking sem byggst hefur upp í Nasdaq CSD mun nýtast okkur til að mæta auknum kröfum til verðbréfamiðstöðva og styðja útgefendur og þátttakendur í að veita sínum viðskiptavinum fyrsta flokks þjónustu.

 

Innleiðing á nýju verðbréfamiðstöðvakerfi leiðir af sér áður óþekkt tækifæri fyrir íslenskan verðbréfamarkað, en ein af hindrunum fyrir framþróun á verðbréfamarkaði eru úreld upplýsingatæknikerfi og séríslenskt verklag í verðbréfauppgjöri. Hvoru tveggja mun að mestu leyti heyra sögunni til. Framtíðarstefna Nasdaq CSD er að sækja í auknum mæli inn á evrópskan verðbréfamarkað og sameiningin tryggir að íslenski markaðurinn verði hluti af þeirri þróun og tækifærum sem það skapar. Þetta er því sannarlega ein stærsta innviðabreyting sem orðið hefur á íslenskum verðbréfamarkaði frá upphafi.

30.7.2019

Lækkun á vörsluþóknun í gjaldskrá Nasdaq verðbréfamiðstöðvar

Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. hefur tekið ákvörðun um að lækka vörsluþóknun samkvæmt gjaldskrá úr 1,165bp í 1,104bp á ári. Lækkunin tekur gildi frá og með 26. júní og mun koma fram í þeim reikningum sem sendir verða til viðskiptavina fyrir júlímánuð.

 

Breytingarnar eru merktar í gjaldskrárskjalinu.

19.12.2018

Gleðilega hátíð

 

Starfsfólk Nasdaq verðbréfamiðstöðvar óskar viðskiptavinum sínum og samstarfsaðilum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

 

Opnunartímar yfir hátíðirnar:

Mánudagur 24. desember, Aðfangadagur - lokað

Þriðjudagur 25. desember,  Jóladagur – lokað

Þriðjudagur 26. desember,  Annar í jólum – lokað

Mánudagur 31. desember, opið 9-12

Þriðjudagur 1. janúar, Nýársdagur - lokað

19.7.2018

Verkefnasíða

Nasdaq verðbréfamiðstöð hefur opnað verkefnasíðu fyrir aðila að verðbréfamiðstöðinni. 

5.1.2018

Nýr framkvæmdastjóri

Magnús Kristinn Ásgeirsson, lögfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Nasdaq verðbréfamiðstöðvar.

21.12.2017

Gleðileg jól

Starfsfólk Nasdaq verðbréfamiðstöðvar óskar þér gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða.

 

1.11.2017

Lækkun á gjaldskrá

Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. hefur gert breytingar á gjaldskrá sem taka gildi 1. nóvember 2017. 

21.7.2017

Breytingar framundan…

Central Securities Depository Regulation eða CSDR var innleidd í Evrópusambandinu árið 2014 og á árinu 2016 hófst vinna við innleiðingu hennar á Íslandi sem er áætlað að ljúki um mitt næsta ár. 

17.7.2017

Skýrari reglur og skilgreiningar

Nasdaq verðbréfamiðstöð hefur undanfarið unnið að breytingum á reglum sínum sem miða að því að gera þær skýrari.  

Hafðu samband

Skrifstofa Nasdaq verðbréfamiðstöðvar er að Laugavegi 182, 5. hæð. 

Afgreiðslutími er virka daga frá 09:00 til 17:00.

Sími þjónustuvers er 5405515 og netfangið er NCSDI_help@nasdaq.com

Kerfi verðbréfamiðstöðvar eru opin virka daga frá 08:30 til 17:00.

 

Flýtileiðir